Tuesday, December 11, 2007

7 dagar í ísland

Já, mig er farið að hlakka töluvert til að koma heim þrátt fyrir að isabel sé ekki mjög sátt við það, en það verður bara að hafa það :). Nú á ég einungis 3 daga eftir í skólanum og þónokkrar langar vaktir á Dominos áður en ég fer heim og er það allt gott og gilt!

Þetta hefur verið mjög góð helgi hjá okkur Isabel, við fórum saman í Tívólí og í leikhús í Glersalnum í Tívólí á Laugardeginum, að horfa á einhverja stórskemmtilega sýningu sem heitir Crazy Christmas Cabaret. Eftir það fór ég að vinna og kom ekki heim fyrr en klukkan 2:30. Á Sunnudeginum komu Gulli og Bryndís í heimsókn með nóa konfekt, lök og graflax frá mömmu og pabba. Þau stoppuðu frekar stutt en við náðum að spjalla heilmikið og var það bara nokkuð notalegt. Svo seinna fór ég heim til Mömmu hennar Isabel í Vallensbæk í alvöru danskann jólamat þar sem ég ver ðekki hér um jólin. Það var elduð Önd og ég kom með graflaxinn sem var borðaður í forrétt! Eftir matinn var bakað það sem heitir Æbleskiver, sem eru einhverskonar kúlur sem minna mig mikið á kleinur, og kakó á meðan horft var á myndina Family Man.

Það er búið að vera örlítið vesen með veðrið hér í Köben, en ekkert í samanburði við það sem ég heyri um sem gengur á á Íslandi!, Það er bara búið að rigna mikið og ekkert sérlega gaman að rölta í svona mikilli rigningu.

Ég ákvað að halda smá partý fyrir dönsku vini mína á Laugardaginn til að halda uppá Jól og Afmælið mitt og er byrjað að skipuleggja það, hugsanlega með kvöldmat fyrir nokkra útvalda og svo taka á móti restinni af liðinu.

Jæja, ég held það sé komið nóg í bili!

Ég ætla að halda áfram að borða konfektið!

með kveðju frá danmörku

Þórður

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá að það er komið nýtt blogg, þó ég hafi frétt það helsta þá fer ég reglulega inn og skoða hvort eitthvað nýtt sé komið. Isebell hefði alveg getað komið með þér hingað. Ég sé að þú hefur frétt af þessu vitlausa veðri sem gekk hér yfir og síðan datt allt í dúnalogn. kv. mamma

Anonymous said...

Ekki mun það batna á netsíðunum nú,
þegar aftanhosar blogga
frekar en að lesa um dodda og frú
vil ég heldur að mömmu mína dogga



(Dogga = hafa mök við manneskju án þess að hún sjái nokkurntíman í andlit þitt)