Sunday, January 27, 2008

Bloggun í forgangi

Jæja, vegna fjölda áskorana neyðist ég til þess að blogga!

Það er er orðinn all langur tími síðan ég bloggaði, og á þeim tíma ferðaðist ég heim til íslands yfir
jólin og hafði mjög gott 3 vikna frí með fjölskyldu og vinum :). Veðrið var viðbjóður eins og flestir
muna eftir en lét maður það ekki stoppa sig oft á tíðum þó við fórum nú ekki í bæinn á gamlárskvöld.

Svo varð ég 22 ára þann 1. Janúar og hélt ég upp á afmælið mitt heima hjá Markúsi í fínu partýi með mínum helstu vinum og verður drykkurinn MOSCOW MULE í hávegum hafður hér eftir!

Moscow Mule (Uppskrift)

Vodki 25-30%
Ginger Ale 65%
Pressaður Lime safi 5-10%

Ég verð aldrei samur eftir að Helgi kynnti mér fyrir þessum brjálaða drykk og hef ég þegar hafið undirbúning á næsta partýstandi hjá mér að blanda mér þetta!


Persónulega fannst mér þetta frí vera helst til langt, því það dregur úr manni svolítið hafa snúið sólarhringnum við og vera í fáránlegri afslöppun í of langann tíma.

Svo þegar ég kom heim voru byrjaðar framkvæmdir á klósettunum í allri blokkinni og hafa verið töluverð læti síðan þá. Þeir fóru líka í eldhúsið og lömdu þeir næstum í gegnum vegginn þar sem ég var sofandi, það kom gat á málningarpappírinn og allt!. Svo hafa þeir komið fyrir þurrklósetti inni á ganginum sem er vægast sagt nokkuð ógeðslegt en er allavega betra en að labba niður í garð og fara á klósettið þar! Við ákváðum þó að einungis pissa í þurrklósettið hehe.

En nú er Isabel búin að vera í prófum og stóð sig bara nokkuð vel og náði munnlega prófinu en á eftir að fá úr skriflega. Hún fékk líka nýja vinnu við líffræðina að telja og greina frjókorn sem eru í loftinu. Núna er hún í viku skíðafríi í frakklandi og kemur heim aftur á sunnudaginn. Á meðan er ég einn heima og er að fara að vinna á megaviku hjá Dominos.

Ég held að það sé komið nóg í bili og ég lofa að ég skrifa meira :)

Með kveðju frá danmörku

2 comments:

Anonymous said...

Jæja loksins brast ritstíflan og vonandi heyrum við frá þér reglulegar núna, um lífið í Köben. Spennandi hjá Isabel að fara að vinna við það sem hún er að læra.
kv. Mamma

Anonymous said...

vááá... þetta var eins og að kreista 10þús kall framm úr erminni hjá þér;) haha... djók... sjáumst í ammæli á föstudaginn HELLUÐ!! allavega ég;)